Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1505815640.23

    Burðavirkis- og byggingahlutauppdrættir I
    BURT2TT04(AB)
    1
    Burðarþolsteikning
    Burðavirkis- og byggingahlutauppdrættir
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    AB
    Í áfanganum er kynnt gerð einfaldra burðarvirkis‐ og byggingahlutateikninga á grundvelli hefðbundinna staðla og teiknireglna. Kynntar eru reglugerðir og almennar kröfur um frágang og gögn sem burðarvirkis‐ og byggingahlutateikningar byggja á. Í áfanganum fræðast nemendur um hús, húshluta og mannvirki. Fjallað er um mismunandi mælikvarða, númerakerfi, hugtakanotkun og annað sem tilheyrir burðarvirkis‐ og byggingahlutateikningum og fjallað um mikilvægi merkinga, línugerða og upplýsinga sem þurfa að vera á slíkum teikningum. Nemendur kynnast helstu byggingarefnum sem notuð eru í mannvirki, hús og húshluta sem heyra undir burðarvirkis‐ og byggingahlutateikningar.
    THON1TT04AB
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • gerð einfaldra byggingahlutateikninga á grundvelli hefðbundinna staðla og teiknireglna, s.s burðarvirkis og annarra sérteikninga.
    • helstu byggingarefnum minni húsa og húshluta sem heyra undir burðarvirkis- og byggingahlutateikningar.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • gera einfaldar tvívíðar teikningar samkvæmt lýsingu og skoðun byggingahluta.
    • setja upp teikningar með snyrtilegum hætti til útprentunar á rafrænu formi.
    • vinna með þann hugbúnað sem algengt er að nota við burðarvirkis- og byggingahlutateikningar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna að einföldum burðarvirkis‐ og byggingahlutateikningum með tilliti til staðla og teiknireglna.
    • hafa innsýn í almennar kröfur um frágang burðarvirkis‐ og byggingahlutateikninga.
    • hafa innsýn í mismunandi mælikvarða, númerakerfi, hugtakanotkun og annað sem tilheyrir gerð einfaldra burðarvirkis‐ og byggingahlutateikninga.
    • kunna skil á merkingum og línugerðum burðarvirkis‐ og byggingahlutateikninga.
    • þekkja kröfur um upplýsingar sem þurfa að vera á burðarvirkis‐ og byggingahlutateikningum.
    Byggist á verkefnavinnu, skyndiprófum eða sambærilegum æfingum, sem tengjast með símati og endurgjöf í heildarniðurstöðu námsmats.