Áfanganum er ætlað að auka innsæi og skilning á gerð flóknari burðarvirkis‐ og byggingahlutateikninga á grundvelli hefðbundinna staðla og teiknireglna. Lögð er áhersla á, að nemandi öðlist færni í að taka þver- og langsnið í steypta byggingahluta svo og ganga frá járnateikningum í loftaplötum, bitum og stigum. Fram fer kynning á reglugerðum og stöðlum og hvernig ákvæðum þeirra er framfylgt á teikningum og öðrum fylgigögnum. Kynntar eru stofnanir, embætti og ráð sem hlutast til um gerð burðarvirkis‐ og byggingahlutateikninga og fjallað um hlutverk þeirra í hönnun og mannvirkjagerð. Fjallað er ítarlega um merkingar, línugerðir og aðrar mikilvægar upplýsingar sem tilheyra gerð burðarvirkis‐ og byggingahlutateikninga og nánar kynnt notkun og meðhöndlun helstu byggingarefna í tengslum við þær. Nemendur vinna með númerakerfi og þjálfast í samræmingu teikninga og vinnu með mismunandi mælikvarða samkvæmt íslenskum stöðlum um byggingar og mannvirki. Þá er kynnt notkun utanaðkomandi tilvísana milli teikninga.
BURT2TT04AB
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
merkingum og línugerðum burðarvirkis‐ og byggingahlutateikninga.
helstu byggingarefnum, meðhöndlun þeirra og frágangi.
teikningakerfum og kunnáttu til að samræma teikningar innan fagsviðsins.
mismunandi mælikvörðum samkvæmt íslenskum stöðlum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa og kunna skil á gerð flóknari burðarvirkis‐ og byggingahlutateikningum með tilliti til staðla og teiknireglna.
setja og aðlaga upplýsingar utanaðkomandi teikninga inn í eigin teikningar.
búa til stykkjalista.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna flóknari burðarvirkis‐ og byggingahlutateikningar með tilliti til staðla og teiknireglna.
vita hvaða stofnanir og embætti gera kröfur til frágangs burðarvirkis og byggingahlutateikninga og hvernig skal uppfylla þær kröfur.
skilja og auðvelda samskiptatækni milli hönnuða.
Símat sem byggir á verkefnum, skyndipróf og/eða lokapróf.