Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1505816517.0

    Burðavirkis- og byggingahlutauppdrættir III
    BURT3TT04(CB)
    2
    Burðarþolsteikning
    Burðavirkis- og byggingahlutauppdrættir
    Samþykkt af skóla
    3
    4
    CB
    Áfanganum er ætlað að dýpka innsæi og skilning á gerð og frágangi flókinna burðarvirkis‐ og byggingahlutateikninga þannig að nemandi geti sjálfstætt unnið upp burðarþolsteikningar og gengið frá þeim í teikningasett. Nemandinn er þjálfaður markvisst í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum. Farið er ítarlega í notkun á utanaðkomandi tilvísunum og samskiptatækni á milli teikninga með tilliti til öflunar og notkunar upplýsinga úr öðrum teikningum.
    BURT3TT04BB
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • flestum gerðum burðarþolsuppdrátta.
    • hugbúnaði sem algengt er að nota við gerð burðarvirkis‐ og byggingahlutateikninga.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • aðlaga samsetningar byggingahluta í samráði við hönnuð.
    • setja saman teikningasett til útprentunar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna og ganga frá burðarvirkis‐ og byggingahlutateikningum.
    • sækja/afla upplýsinga úr öðrum teikningum og teikningum annarra fagsviða og nota í eigin teikningum.
    Símat sem byggir á verkefnum, skyndipróf og/eða lokapróf.