Áfanginn gefur yfirlit yfir jörðina í heild, allt frá jarðarmiðju til ystu loftlaga og ferlin sem eru að verki, innræn og útræn. Meginviðfangsefni eru lofthjúpurinn, höfin og fasta jörðin. Veður og loftslagsþróun, hafstraumar, landrek og önnur ferli sem hafa megináhrif á þróun jarðar eru til umfjöllunar. Jörðin er borin saman við aðra hnetti sólkerfisins.
Engar forkröfur.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
stöðu náttúrufræða meðal námsgreina skólakerfisins og þýðingu þeirra í samhengi við bæði framhaldsnám og almenna menntun sólkerfi okkar, fyrirbærum þess og stöðu í þess í alheimi tilurð jarðar og gerð, lagskiptingu hennar frá innri kjarna upp í efstu loftlög eðlisrænum kerfum jarðar og hvernig þau vinna og hvers vegna innri gerð jarðar, þeim ferlum sem þar eiga sér stað, hvernig þau koma fram á yfirborði jarðar og stýra langtímaþróun jarðar lofthjúpi jarðar og höfunum og þeim ferlum sem þar eiga sér stað orkubúskap jarðar og orkunotkun manna vatnsbúskap jarðar og vatnsnotkun manna landakortum og kortanotkun
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
að fjalla um viðfangsefni áfangans á skilmerkilegan, faglegan og gangrýninn hátt að afla sér þekkingar í bókum, ritum og á netinu á gagnrýninn máta að lesa upplýsingar af landakortum og átta sig á þeim vandamálum sem eru því samfara að gera mynd af hnöttóttri jörð á flatt blað að gera greinarmun á eðlislægum eiginleikum og mismun fyrirbæranna í sólkerfinu að lesa veður úr veðurkortum, skilja hvað veldur veðri, gróðurhúsaáhrifum, ósonbreytingum og öðrum lofthjúpsbreytingum að greina hvernig hafstraumar virka og hver áhrif þeirra eru á aðra þætti jarðar að greina orsakir mismunar í innri gerð jarðar og ástæðum innrænna ferla, til hvers þau leiða bæði á yfirborði jarðar og í dýpri jarðlögum að átta sig á orku jarðar bæði innrænni og útrænni, auk fornorku, hvernig menn nýta þessa orku og hverjar afleiðingar það hefur að skilja hringrás vatnsins í náttúrunni, áhrif þess á þróun í hinum ýmsu kerfum jarðar og mikilvægi vatns fyrir lífheiminn
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
rita stutt og einfalt mál um málefnið og halda uppi samræðum um það með rökstuðningi skilja samhengi í náttúrunni og hlutverk einstakra grundvallarferla hennar afla sér einfalds yfirlits yfir flókin og margþætt málefni greina heildarmyndir, orsakasamhengi og aðalatriði í margþættum málum náttúrunnar greina hvernig gögn og gagnasöfn skapa grundvöll að þekkingu og skilningi á fyrirbærum setja fram spurningar um náttúrufarslegar staðhæfingar sem hjálpa til að greina það hvernig gagnrýnin hugsun skapar þekkingu trúverðugleika mynda sér skoðanir byggðar á rökum um jákvæða og neikvæða þætti er tengjast hagnýtingu manna á náttúrunni og geta tekið upplýstar og rökstuddar ákvarðanir þar um sýsla með samhengið í náttúrunni og samband manns og náttúru á einföldum stigum stjórnunar og kunna að leita sér aðstoðar um þekkingarleg málefni byggja ofan á námið framhald á efri þrepum jarðvísindakennslu
Annarvinna gildir 50 % af lokaeinkunn. Lokaprófseinkunn gildir önnur 50 % af lokaeinkunn. Annareinkunn byggist á: Verkefnum, skilum og gæðum, Stuttum prófum úr hlutum námsefnisins, Mætingu, Ástundun að mati kennara. Hvoru tveggja einkunnin miðast við 4,5, lægra er fall.