Áfanginn inniheldur bóklegt og verklegt nám. Lögð er áhersla á fjölbreyttar þjálfunaraðferðir
ásamt réttri líkamsbeitingu. Fjallað er um mikilvægi styrks fyrir stoðkerfi líkamans og á
verklega og fræðilega þætti styrktarþjálfunar. Mikilvægi liðleika og liðleikaþjálfunar og áhrif
þess á vöðva og liðamót. Markvissa fræðslu um forvarnargildi líkams og heilsuræktar og
neikvæð áhrif vímuefna á líkamann. Fræða nemendur um mikilvægi þess að hlúa að bættri
andlegri, líkamlegri, jafnt og félagslegri vellíðan sinni til framtíðar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Alhliða þjálfun sem miðar að því að að líkaminn starfi og þroskist sem ein heild.
Mikilvægi upphitunar og liðleikaþjálfunar.
Styrktarþjálfun.
Fjölbreytni allra þátta til eflingar líkama og heilsu.
Þoli, uppbyggingu þess og mismunandi þolþjálfun.
Forsendum og áhrifum þjálfunar á líkama og heilsu.
Neikvæðum áhrifum ávana- og vímuefna á líkamann.
Skyndihjálp og meiðsli.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Stunda fjölbreytta grunnþjálfun.
Taka þátt í almennri og sérhæfðri upphitun fyrir hreyfingu.
Stunda markvissa og sérhæfða þolþjálfun til styrktar hjarta og æðakerfi.
Stunda markvissa og fjölbreytta styrktarþjálfun fyrir stoðkerfi líkamans.
Meta þol, styrk og liðleika.
Hvernig bregðast skal við mismunandi meiðslum og áföllum.
Taka þátt í æfingum og hreyfingu sem stuðla að bættri líkamsbeitingu.
Taka þátt í leikjum og æfingum sem hafa áhrif á jákvæða upplifun og viðhorfi til líkams- og heilsuræktar.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Gera sér grein fyrir mikilvægi hreyfingar.
Gera sér grein fyrir að hreyfing hefur jákvæð áhrif á andlegt ástand.
Að bera ábyrgð á sjálfum sér og eigin heilsu.
Að vera meðvitaður um mikilvægi fjölbreyttrar og næringarríkrar fæðu.
Að gera sér grein fyrir skaðsemi reykinga, áfengisneyslu og notkun annarra vímuefna.