Áfanginn er verklegur með markvissri fræðslu um líkams- og heilsurækt. Í áfanganum er lögð áhersla á verklega og fræðilega þætti þols, styrks og liðleika. Nemendur læra meðal annars um mismunandi þjálfunaraðferðir í þol- og styrktarþjálfun og um rétta líkamsbeitingu í leik og starfi. Í upphafi og lok annar, gera nemendur mælingar á ákveðnum þrekþáttum.
LÍKA2BB01
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Mikilvægi upphitunar fyrir og þol- og styrktarþjálfun.
Þjálfunaraðferðum fyrir þol og styrk og gerð þjálfunaráætlunar.
Mismun á loftháðu og loftfirrtu þoli og mikilvægi fjölbreyttra þjálfunaraðferða fyrir þol og styrk.
Almennum áhrifum varðandi fjölda endurtekninga við styrktar- og þolþjálfun.
Mikilvægi liðleikaþjálfunar með styrktarþjálfun.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Gera sér grein fyrir mikilvægi hreyfingar fyrir andlega og líkamlega líðan einstaklingsins.
Vinna með öðrum og vera hluti af hóp.
Auka þol sitt, styrk og liðleika með ólíkum þjálfunaraðferðum og að finna leiðir til að stunda þær.
Prófa ólíkar aðferðir til styrktar-og þolþjálfunar og leggja mat á þær.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Leysa af hendi verkefni sem snúa að skipulagi eigin þjálfunar.
Mæla og meta eigin styrkleika í líkams- og heilsurækt.
Búa til styrktaráætlun sem hæfir þjálfunarástandi nemandans.
Beita líkamanum rétt í leik og starfi og benda öðrum á mikilvægi réttrar líkamsbeitingar varðandi álagsmeiðsli og álagssjúkdóma.
Gera sér grein fyrir hversu mikilvæg hreyfing er sem forvörn bæði fyrir andlega og líkamlega líðan.
Mæting gildir 70 %.
Ástundun og kennaraeinkunn 30 %.
Við mat á ástundun og kennaraeinkunn er tekið tillit til framfara, framkomu, áhuga, vinnu og virkni í tímum.