Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1505832848.23

    Líkamsrækt 2 - almenn hreyfing
    LÍKA1BB01
    8
    líkamsrækt
    Almenn hreyfing
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    Áfanginn er verklegur með markvissri fræðslu um líkams- og heilsurækt. Í áfanganum er lögð áhersla á verklega og fræðilega þætti þols, styrks og liðleika. Nemendur læra meðal annars um mismunandi þjálfunaraðferðir í þol- og styrktarþjálfun og um rétta líkamsbeitingu í leik og starfi. Í upphafi og lok annar, gera nemendur mælingar á ákveðnum þrekþáttum.
    LÍKA2BB01
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Mikilvægi upphitunar fyrir og þol- og styrktarþjálfun.
    • Þjálfunaraðferðum fyrir þol og styrk og gerð þjálfunaráætlunar.
    • Mismun á loftháðu og loftfirrtu þoli og mikilvægi fjölbreyttra þjálfunaraðferða fyrir þol og styrk.
    • Almennum áhrifum varðandi fjölda endurtekninga við styrktar- og þolþjálfun.
    • Mikilvægi liðleikaþjálfunar með styrktarþjálfun.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Gera sér grein fyrir mikilvægi hreyfingar fyrir andlega og líkamlega líðan einstaklingsins.
    • Vinna með öðrum og vera hluti af hóp.
    • Auka þol sitt, styrk og liðleika með ólíkum þjálfunaraðferðum og að finna leiðir til að stunda þær.
    • Prófa ólíkar aðferðir til styrktar-og þolþjálfunar og leggja mat á þær.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Leysa af hendi verkefni sem snúa að skipulagi eigin þjálfunar.
    • Mæla og meta eigin styrkleika í líkams- og heilsurækt.
    • Búa til styrktaráætlun sem hæfir þjálfunarástandi nemandans.
    • Beita líkamanum rétt í leik og starfi og benda öðrum á mikilvægi réttrar líkamsbeitingar varðandi álagsmeiðsli og álagssjúkdóma.
    • Gera sér grein fyrir hversu mikilvæg hreyfing er sem forvörn bæði fyrir andlega og líkamlega líðan.
    Mæting gildir 70 %. Ástundun og kennaraeinkunn 30 %. Við mat á ástundun og kennaraeinkunn er tekið tillit til framfara, framkomu, áhuga, vinnu og virkni í tímum.