Í áfanganum eru kynnt undirstöðuatriði í myndvinnslu og stafrænni myndatöku og vinnsla í myndvinnsluforritum. Fjallað er um meginatriði stafrænnar tvívíðrar myndvinnslu og kennd helstu tæknibrögð og beiting verkfæra sem við eiga á því sviði. Fjallað er um lagfæringar og breytingar á myndum, vistun þeirra og frágang á veraldarvef og mismunandi leiðir til prentunar. Þjálfuð er afmörkun myndhluta, litun mynda og sýnd notkun laga, maska og leturgerða. Unnið er með mismunandi myndsnið, litakerfi og upplausn mynda. Jafnframt er þjálfuð skönnun mynda í borðskanna og fjallað um hvernig hámarksgæðum er náð. Í áfanganum er lögð áhersla á grafíska útlitshönnun (layout). Auk grunnatriða í stafrænni myndatöku er lögð áhersla á hagnýt viðfangsefni eins og nærmyndatökur, myndatöku af líkönum, rýmis‐ og umhverfismyndatöku og myndatöku af teikningum sem eru of stórar fyrir skönnun.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hvernig ljósmyndavél virkar í myndatökum við margvíslegar aðstæður.
að lagfæra á galla í gömlum myndum.
að setja saman myndir.
að nota ýmis tæki og forrit.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita grunnatriðum við skönnun mynda og teikninga í borðskanna og ná hámarksgæðum.
skanna teikningar yfir í tölvutækt form.
beita helstu aðferðum við frágang á myndefni til birtingar á vef eða til prentunar.
beita ljósmyndavél í myndatökum við margvíslegar aðstæður.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
beita forritum og öðrum verkfærum til stafrænnar myndvinnslu.
ganga frá verkefnum til prentunar og vistunar á veraldarvef.
nota ljósmyndavél í myndatökum við margvíslegar aðstæður.
vinna með og eiga samskipti við hönnuði.
Byggist á verkefnavinnu, skyndiprófum eða sambærilegum æfingum, sem tengjast með símati og endurgjöf í heildarniðurstöðu námsmats.