Í áfanganum eru kynnt undirstöðuatriði í tvívíðri form- og litafræði. Kennd eru hagnýt atriði í grafískri útlitshönnun (layout). Auk grunnatriða grafískrar framsetningar er lögð áhersla á útlitshönnun, typógrafíu, texta og prentað efni á teikningasettum, möppum, veggspjöldum og smærri sýningum. Aðaláhersla er á form- og litafræði og verkefnavinnu sem snýr að útlitshönnun á teikningasettum/möppum, útlitshönnun á veggspjöldum og uppsetningu smærri sýninga o.fl. Fjallað er um liti og hvernig hægt er að nota þá til þess að koma ákveðnum boðum til skila í hönnun. Einnig er fjallað um leturgerðir með margs konar merkingar í huga. Grafísk forrit eru kynnt, ennfremur forrit tengd hönnun og framleiðslu. Þá eru ýmis jaðartæki kynnt eftir þörfum.
GRSE1TT04AB
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnatriðum grafískrar framsetningar.
helstu atriðum grafískrar útlitshönnunar.
tvívíðri formfræði.
grunnatriðum litafræði.
grunnatriðum leturfræði.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota ýmis forrit til grafískrar hönnunar.
útfæra veggspjöld og smærri sýningar.
nota liti til þess að koma ákveðnum boðum til skila í hönnun.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
útlitshanna möppur, veggspjöld og uppsetningu smærri sýninga.
nota grafísk forrit tengd hönnun og framleiðslu, auk jaðartækja.
Símat sem byggir á verkefnum, skyndipróf og/eða lokapróf.