Áfanganum er ætlað að efla skilning á gerð innréttingateikninga á grundvelli hefðbundinna staðla og teiknireglna ásamt því að uppfylla almennar kröfur og reglugerðir við gerð slíkra teikninga. Nemendur fást við rými til uppmælinga þar sem ætlunin er að koma fyrir innréttingum og vinna síðan að uppteikningu slíkra rýma. Þá eru kynnt sérstök innréttingateikniforrit. Nemendur kynna sér uppbyggingu staðlaðra innréttingaeininga og byggja upp þrívíðan einingagrunn sem hægt er að nýta við gerð vinnuteikninga fyrir innréttingar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mismunandi mælikvörðum, númerakerfi og hugtakanotkun við gerð innréttingateikninga.
gerð einfaldra innréttingateikninga á grundvelli staðla og teiknireglna.
kröfum og reglugerðum sem gerðar eru til hinna ýmsu innréttinga.
helstu efnum sem notuð eru í innréttingar.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna með eigin hugmyndir til innréttinga rýma á grundvelli reglna og staðla.
vinna með hugmyndir hönnuðar og koma þeim í útgefanlegt form teikninga.
mæla upp rými undir innréttingar með hliðsjón af nýtingu.
vinna með þrívíð grunnlíkön af innréttingaeiningum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
teikna og setja fram innréttingateikningar til sölu og framleiðslu innréttinga.
vinna innréttingateikningu út frá stöðlum, reglugerðum og almennum teiknireglum.
útbúa tvívíðar vinnuteikningar út frá þrívíðum innréttingum.
Símat sem byggir á verkefnum, skyndipróf og/eða lokapróf.