Í áfanganum fer fram kynning á undirstöðuatriðum hnitakerfa. Kynnt er landmælinganet Íslands og staðbundin hnitakerfi. Fjallað er um áhöld og efni til kortagerðar. Lögð er áhersla á að nemendur teikni mismunandi myndir eftir hnitum. Fram fer kynning á gerð mæli-, hæða- og lóðablaða sem nemendur læra að nota. Fjallað er um fastakerfi, hornamælingar og kortastaðla. Nemendur læra að breyta mælikvörðum korta. Gerð er teikning sem sýnir snið í land, langsnið og þversnið. Gerð er teikning af hæðalínuneti ásamt sneiðingum. Fram fer kynning á innsetningu hæðalína í teikniforrit. Unnið er með mælitæki og verkfæri sem tengjast kortagerð.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
undirstöðuatriðum hnitakerfa.
landmælinganeti Íslands og staðbundnum hnitakerfum.
fastakerfi, hornamælingum og kortastöðlum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
teikna eftir hnitum og útbúa mæliblöð, hæðablöð og lóðablöð.
teikna samkvæmt línuútsetningum.
vinna með mismunandi mælikvarða korta.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
setja inn kort o.fl. í teikniforrit.
breyta mælikvörðum korta.
teikna snið í land, langsnið og þversnið.
Símat sem byggir á verkefnum, skyndipróf og/eða lokapróf.