Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1505913084.08

    Lagnateikning I
    LAGT2TT04(AB)
    1
    Lagnateikning
    Lagnakerfauppdrættir
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    AB
    Í áfanganum eru kynnt undirstöðuatriði í gerð teikninga vatns,‐ hita- og frárennslislagna. Nemendur fá grunnþjálfun í gerð slíkra teikninga á grundvelli hefðbundinna staðla og teiknireglna. Þeir læra um vatns‐ og hitalagnir í húsum og mannvirkjum. Fjallað er um mismunandi mælikvarða, númerakerfi, hugtakanotkun og annað sem tilheyrir lagnateikningum. Lögð er áhersla á mikilvægi merkinga, línugerða og upplýsinga sem þurfa að vera á lagnateikningum. Einnig kynnast nemendur helstu efnum sem notuð eru í mismunandi lagnir í hús og mannvirki. Fjallað er um mismunandi lagnakefi svo sem rör í rör kerfi og gólfhitakerfi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • undirstöðuatriðum við gerð lagnateikninga, vatns-, hita- og frárennslislagna.
    • þeim efnum sem notuð eru í lagnir fyrir hús og mannvirki.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • teikna upp grunnmyndir lagnakerfa.
    • teikna upp rúmmyndir lagnakerfa.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • kunna skil á gerð einfaldra vatns-, hita- og frárennslislagna.
    • nota númerakerfi, hugtök og helstu mælikvarða lagnateikninga.
    • kunna skil á lagskiptingum, merkingum og línugerðum lagnateikninga.
    • kunna skil á helstu efnum sem notuð eru í mismunandi lagnir í hús og mannvirki.
    Símat sem byggir á verkefnum, skyndipróf og/eða lokapróf.