Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1505913549.49

    Lagnateikning II
    LAGT3TT04(BB)
    1
    Lagnateikning
    Lagnakerfauppdrættir
    Samþykkt af skóla
    3
    4
    BB
    Í áfanganum er farið ítarlega yfir teikningar vatns,‐ hita- og frárennslislagna og loftræsikerfa. Reiknað er með að hluti verkefna sé teiknaður í þrívíðum hugbúnaði. Fjallað er ítarlega um lagnaefni og fjallað er um flóknari lagnakerfi og stýringar en í foráfanga.
    LAGT2TT04AB
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • lykilatriðum við gerð lagnateikninga, vatns-, hita-, frárennslis- og loftræsilagna.
    • þeim efnum sem notuð eru í lagnir fyrir hús og mannvirki.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • teikna upp grunnmyndir flóknari lagnakerfa.
    • teikna upp þrívíðar myndir lagnakerfa.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • kunna skil á gerð flóknari vatns-, hita-, frárennslis‐ og loftræsilagnateikningum.
    • nota númerakerfi, hugtök og helstu mælikvarða lagnateikninga.
    • setja fram lagnateikningar.
    • kunna skil á helstu efnum sem notuð eru í mismunandi lagnir í hús og mannvirki.
    Símat sem byggir á verkefnum, skyndipróf og/eða lokapróf.