Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1505982533.65

    Skipulag og gæðakerfi
    SKGÆ2TT04(AB)
    1
    Skipulag og gæðastjórnun
    Skipulag og gæðakerfi
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    AB
    Í áfanganum er kennd skipulagning hönnunar- og teiknigagna í samræmi við gæðakerfi. Unnið er með verkáætlanir og magntölur. Lögð er áhersla á notkun ritvinnslu og töflureikna við framsetningu gagna, ásamt framsetningu gagna úr BIM studdum hugbúnaði. Fjallað er um uppbyggingu netkerfa, aðgengi að þeim og nemendum kennt að skipuleggja og halda utan um gögn sín á netkerfum. Farið er yfir gæðakerfi hönnuða á Íslandi og geymslu gagna í gæðakerfi, tilgang og notkunargildi gæðakerfa. Kynnt eru grundvallarhugtök gæðavitundar og gæðastjórnunar og farið yfir innlenda og erlenda staðla sem þeim tengjast. Nemendur læra hvernig magntöluskrár ásamt verk- og verðáætlunum eru framkallaðar úr forritum sem almennt eru notuð í dag. Nemendur fá þjálfun í uppbyggingu verkferla og verkáætlana út frá magntölum og efnisupplýsingum. Nemendur læra að lesa úr verkáætlunum og vinnulýsingum þannig að þeir séu færir um að gera áætlanir í samræmi við eigin verkefni, t.d. skipulagningu á sjálfstæðu lokaverkefni.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvernig skipulagning hönnunar- og verkgagna þarf að vera í gæðakerfum hönnuða.
    • uppsetningu og vinnsluferli í einföldum netkerfum.
    • magntöku og magntölum.
    • hvernig tölvuforrit vinna með upplýsingar um magntölur og efni.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skipuleggja hönnunar- og verkgögn.
    • skipuleggja eigið verkefni og útfæra tímaáætlun.
    • nota tölvutækni og teikniforrit til að magntaka hönnunargögn til framsetningar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • útfæra verk og tímaáætlanir.
    • útskýra og taka þátt í umræðu um virkni einfaldra netkerfa.
    • útfæra magntöluskrár út frá upplýsingum.
    • vinna með gæðakerfi hönnuða.
    • nýta tölvutækni og teikniforrit til framsetningar á magntökum á hönnunargögnum.
    Byggist á verkefnavinnu, skyndiprófum eða sambærilegum æfingum, sem tengjast með símati og endurgjöf í heildarniðurstöðu námsmats.