Í áfanganum er kennd tölvuteikning. Lögð er áhersla á að efla skilning nemenda á rýmum út frá tvívíðum teikningum. Nemendur læra grunnskipanir teiknikerfa með æfingum á tölvu. Þeir þjálfast í að teikna flatarmyndir. Lögð er áhersla á þjálfun í lestri teikninga og mælikvarða, vinnu eftir málum og teiknireglum, notkun lagskiptinga, línugerða og merkinga sem og skölun teikninga og uppsetningu teikninga. Þá læra nemendur að setja saman og ganga frá teikningum vel framsettum til útprentunar og vistunar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
frágangi einfaldra teikninga með tilliti til staðla og teiknireglna.
grafískri framsetningu teikninga og verkefna.
mismunandi mælikvörðum og hugtakanotkun.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna við einfaldar tvívíðar teikningar.
útbúa uppsetningu og útgáfu á einföldum tvívíðum teikningum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna við teikningar á ýmsum fagsviðum.
ganga frá teikningum til útprentunar samkvæmt gildandi stöðlum og reglum.
Símat sem byggir á verkefnum, skyndipróf og/eða lokapróf.