Áfanganum er ætlað að þjálfa nemendur í gerð viðameiri teikninga. Þeir læra að nota flóknari skipanir teiknikerfa með æfingum á tölvu og helstu verkþáttum tölvuteikninga í tví- og þrívíðum teiknikerfum. Nemendur þjálfast í samræmingu teikninga og teiknikerfa, vinna með númerakerfi, lagskiptingar, utanaðkomandi tilvísanir og þjálfast í vinnu með mismunandi mælikvarða samkvæmt teiknistöðlum. Lögð er áhersla á að nemendur nái góðri færni í skölun og uppsetningu teikninga.
Kynnt er samræming og samskipti á milli teikniforrita og annarra myndforma, t.d. notkun ljósmynda með teikningum. Ennfremur er kynnt samsetning teikninga til útprentunar og vistunar á mismunandi skráarformum.
TTEI1TT04AB
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
frágangi teikninga með tilliti til staðla og teiknireglna.
aðgerðum og leiðum til að auka afköst.
tilvísunum inn í teikningar.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
teikna upp hluti samkvæmt hefðbundnum stöðlum og teiknireglum.
setja saman og leggja fram teikningar til útprentunar og vistunar.
vinna með mismunandi mælikvarða samkvæmt teiknistöðlum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
dýpka skilning í þeim teikniforritum sem unnið er með.
kunna skil á uppsetningu og frágangi flókinna teikninga með tilliti til staðla og teiknireglna.
þekkja flóknari aðgerðir og leiðir til að auka afköst.
þekkja mismunandi mælikvarða.
færa teikningar eða myndir milli mismunandi teikniforrita og vinna með þær í samræmi við teiknireglur.
vinna teikningar til útgáfu, útprentunar og skjalavistunar og þekkja prentmöguleika samkvæmt gildandi stöðlum og reglum.
Símat sem byggir á verkefnum, skyndipróf og/eða lokapróf.