Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1505983971.35

    Tölvustudd hönnun I
    THON1TT04(AB)
    1
    Tölvustudd hönnun
    Tölvustudd hönnun
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    AB
    Áfanganum er ætlað að kynna undirstöðuatriði í vinnu með þrívíð líkön sem síðan eru notuð til framsetningar á tví‐ og þrívíðum teikningum. Nemendur læra að nota þrívíddarteiknikerfi til framsetningar á gögnum sem nýtast til bygginganefndarteikninga. Nemendur vinna með þrívíddarlíkön, breyta þeim og laga til á ýmsan hátt. Nemendur læra á ýmsar stillingar og aðgerðir sem þrívíddarforrit gefa möguleika á, bæði fyrir þrívíða og tvívíða framsetningu og myndvinnslu. Unnin eru heildstæð verkefni þar sem nemendur kynnast sértækum teiknikerfum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • undirstöðuatriðum við gerð þrívíddarlíkana.
    • framsetningu teikninga í tvívíðu og þrívíðu formi.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota þrívíddarmódel við gerð og framsetningu teikninga.
    • laga og breyta hálfunnum þvívíðum líkönum og teiknigrunnum til útprentunar teikninga.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • byggja upp lítil þvívíddarlíkön og vinna einfaldar teikningar út frá þrívíddarlíkönum.
    Símat sem byggir á verkefnum, skyndipróf og/eða lokapróf.