Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1505986255.54

    Vélhlutateikning I
    VTEI2TT04(AB)
    1
    Vélhlutateikning
    Vélhlutateikning
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    AB
    Áfanganum er ætlað gefa innsýn í gerð teikninga hluta og tækja. Nemendur fá þjálfun í gerð teikninga tækja og hluta á grundvelli hefðbundinna staðla og teiknireglna ásamt þjálfun í að uppfylla almennar kröfur og reglugerðir við gerð hlutateikninga. Þeir læra að þekkja mismunandi mælikvarða, númerakerfi, hugtakanotkun og annað sem tilheyrir hluta‐ og tækjateikningum. Kynntar eru óbeinar mælingar með ýmsum mælitækjum til uppmælinga á helstu hluta‐ og tækjahlutum við lausn verkefna. Nemendur kynnast sértækum teikniforritum eins og Inventor.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sértækum þrívíddarteikniforritum sem notuð eru til hluta- og tækjateikningar ásamt iðnhönnun.
    • stöðlum, teiknireglum og kröfum sem gerðar eru til hluta- og tækjateikninga.
    • mismunandi mælieiningum, hugtakanotkun og helstu mælikvörðum sem notaðir eru við gerð hluta‐ og tækjateikninga.
    • lagskiptingum, númerakerfum, merkingum og línugerðum hluta‐ og tækjateikninga.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • teikna samsetningar út frá einstökum hlutum og gera vinnuteikningu með skurðum og áferðarmerkingum.
    • nota mælitæki til uppmælinga ýmissa hluta- og tækjahluta.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • teikna og setja fram hluta- og tækjateikningar af hlutum til framleiðslu og/eða sölu.
    Byggist á verkefnavinnu, skyndiprófum eða sambærilegum æfingum, sem tengjast með símati og endurgjöf í heildarniðurstöðu námsmats.