Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1505986544.15

    Vélhlutateikning II
    VTEI3TT04(BB)
    1
    Vélhlutateikning
    Vélhlutateikning
    Samþykkt af skóla
    3
    4
    BB
    Áfanganum er ætlað að dýpka skilning og hæfni í gerð teikninga hluta og tækja. Í áfanganum fá nemendur framhaldsþjálfun í gerð teikninga hluta og tækja á grundvelli hefðbundinna staðla og teiknireglna ásamt þjálfun í að uppfylla almennar kröfur og reglugerðir við gerð hlutateikninga. Í áfanganum kynnast nemendur flóknari uppbyggingu hluta og tækja og skoða einstaka hluta þeirra. Þá er dýpkuð þekking nemenda á sértækum teikniforritum eins og Inventor.
    VTEI2TT04AB
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sértækum þrívíddarteikniforritum sem notuð eru til hluta- og tækjateikningar ásamt iðnhönnun.
    • stöðlum, teiknireglum og kröfum sem gerðar eru til hluta- og tækjateikninga.
    • málvikum, táknum, áritunum og hugtakanotkun við gerð hluta‐ og tækjateikninga.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • teikna flóknari hluta- og tækjateikningar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • teikna og setja fram hluta- og tækjateikningar af flóknari hlutum til framleiðslu og/eða sölu.
    Símat sem byggir á verkefnum, skyndipróf og/eða lokapróf.