Áfanganum er ætlað að dýpka skilning á vinnu með þrívíð líkön sem síðan eru notuð til framsetningar á tví‐ og þrívíðum teikningum. Nemendur læra að nota þrívíddarteiknikerfi til framsetningar á ítarlegri upplýsingum eins og verkteikningum, hlutateikningum og deiliteikningum. Nemendur vinna með þrívíddarlíkön, breyta þeim og laga til á ýmsan hátt. Nemendur læra á ýmsar stillingar og aðgerðir sem þrívíddarforrit gefa möguleika á, bæði fyrir þrívíða og tvívíða framsetningu og myndvinnslu. Unnin eru heildstæð verkefni þar sem nemandi kynnist sértækum teiknikerfum.
THON1TT04AB
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
uppbyggingu líkana til vinnslu teikninga í mismunandi mælikvörðum.
framsetningu á ýmsum teikningum út frá þrívíðum líkönum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota þrívíddarmódel við gerð og framsetningu teikninga í mismunandi mælikvörðum.
setja fram til kynningar mismunandi þrívíð líkön.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna sjálfstæð verkefni í gerð og uppbyggingu þrívíðra líkana.
vinna teikningar til kynningar út frá þrívíðum líkönum.
Símat sem byggir á verkefnum, skyndipróf og/eða lokapróf.