Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1505992308.04

    Raflagnateikning I
    RLTK2TT04(AB)
    2
    Raflagnateikning
    Raflagnateikning-tækniteiknun
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    AB
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér undirstöðuþætti raflagnateikninga og nái að fylgja ákvæðum reglugerða og öryggisþátta við frágang þeirra. Stefnt er að því að nemendur skilji skipulag og flokkun gagna við gerð raflagnateikninga. Nemendur læra um blaðstærðir og mælikvarða, íslenska staðla um raflagnateikningar, gerðir teikninga og öll almenn teiknitákn. Í þessum áfanga er lögð áhersla á nýtingu tölvutækni við gerð raflagnateikninga. Í áfanganum fá nemendur þjálfun í að teikna og lesa einfaldar raflagnateikningar. Fjallað er um mismunandi gerðir teikninga og öll almenn teiknitákn og teiknireglur smærri neysluveitna fyrir allt að 63ja Ampera kerfi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • flestum gerðum raflagnateikninga.
    • blaðastærðum og mælikvörðum.
    • beitingu tölvuteikniforrita við raflagateikningar.
    • íslenskum stöðlum og reglugerðarákvæðum um raflagnarteikningar.
    • heitum og hugtökum raflagnateikninga.
    • teiknilestri einfaldra teikninga og magntöku af teikningum.
    • hvernig teikna skal einfaldar raflagnateikningar í minni neysluveitur.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • teikna raflagnateikningar og nota tákn og teiknilestur.
    • nota teikniforrit við framsetningu og gerð raflagnateikninga.
    • gefa út raflagnatateikningar á rafrænu formi sem og pappírsformi samkvæmt stöðlum og reglugerðum.
    • magntaka eftir teikningum.
    • lesa almennar teikningar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • teikna einfaldar raflagnateikningar bygginga.
    • miðla upplýsingum um raflögn með framsetningu teikninga.
    • afla upplýsinga sem þarf til að setja fram einfaldar raflagnateikningar í byggingar.
    Símat sem byggir á verkefnum, skyndipróf og/eða lokapróf.