Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur bæti þekkingu sína í gerð og framsetningu raflagnateikninga og nái að fylgja ákvæðum reglugerða og öryggisþátta við frágang þeirra. Stefnt er að því að nemendur skilji skipulag og flokkun gagna við gerð raflagnateikninga. Einnig bæta nemendur við sig upplýsingum um íslenska staðla, gerðir teikninga og öll almenn teiknitákn. Í þessum áfanga er lögð áhersla á nýtingu tölvutækni við gerð raflagnateikninga. Í áfanganum fá nemendur þjálfun í að teikna og lesa flóknari raflagnateikningar. Fjallað er um mismunandi gerðir teikninga og öll almenn teiknitákn og teiknireglur í stærri neysluveitum s.s þjónustu- og iðnaðarveitum þ.e. lagnir að og með 200Amper.
RLTK2TT04AB
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
lampa-, stiga- og rennu- og boðlagnateikningum.
teikningum með innfelldum og utanáliggjandi lögnum og öðrum gerðum teikninga.
magntöku af teikningum.
blaðastærðum, mælikvörðum og beitingu tölvuforrita.
íslenskum stöðlum og reglugerðarákvæðum.
teiknireglum fyrir stærri neysluveitur, s.s. fjölbýlishús, þjónustu- og iðnaðarveitur, að og með 200 Amper.
teikningum raflagnateikninga í stærri neysluveitur.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
teikna flóknari raflagnateikningar og nota tákn og teiknilestur við gerð þeirra.
teikna bruna- og þjófaviðvörunarkerfi, samskiptakerfi og tölvulagnir og þekkja heiti og hugtök í stærri neysluveitum.
nota teikniforrit við framsetningu og gerð raflagnarteikninga.
gefa út raflagnateikningar á rafrænu formi sem og pappírsformi samkvæmt stöðlum.
magntaka eftir raflagnarteikningum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
teikna flóknari raflagnarteikningar bygginga.
miðla upplýsingum um raflögn með framsetningu teikninga.
afla þeirra upplýsinga sem til þarf til að setja fram raflagnateikningar í byggingar.
setja fram raflagnarteikningar í minni neysluveitur samkvæmt stöðlum ÍST200 og reglugerðum sem við eiga.
Byggist á verkefnavinnu, skyndiprófum eða sambærilegum æfingum, sem tengjast með símati og endurgjöf í heildarniðurstöðu námsmats.