Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur bæti enn frekar þekkingu sína í gerð og framsetningu raflagnateikninga og fylgi ákvæðum reglugerða og öryggisþátta við frágang þeirra. Bætt er við þekkingu nemenda á skipulagi og flokkun gagna við gerð raflagnateikninga. Unnið er með þrívíð upplýsingamódel fyrir byggingar og sett upp raflagnamódel. Unnið er með magntöluskrár og gerð árekstrargreining raflagna við aðra þætti hönnunnargagna í þar til gerðum forritum. Teiknuð eru lampaplön í lýsingarforritum og þau skoðuð með tiliti til lýsingarhönnunar. Unnið er með gögn úr lýsingarforritum þannig að nemendur skilji mismundandi lýsingarforsendur. Reiknað er með að verkefni séu teiknuð í þrívíðum hugbúnaði. Fjallað er um raflagnaefni, magntöluskrá, árekstargreiningu , lampagerðir og lýsingarplön.
RLTK3TT04BB
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þrívíðum módelum af raflögnum.
uppsetningu hefðbundinna raflagna-teikninga byggðum á raflagnamódeli.
lágspennuteikningum og öðrum teikningum byggðum á raflagnamódeli.
uppsetningu magntöluskrár í raflagnamódeli.
lampaplönum.
mismunandi eiginleikum ljósgjafa í lömpum.
uppsetningu lýsingarplana.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
setja upp raflagnmódel og nota upplýsingar frá öðrum hönnunargögnum.
greina lagnir í samræmi við hönnunarforsendur byggingar í heild.
vinna lampaplön í lýsingarforritum.
setja fram lýsingaplan.
gefa út raflagnateikningar á rafrænu formi sem og pappírsformi samkvæmt stöðlum.
magntaka eftir raflagnamódeli.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
setja upp raflagnateikningar bygginga.
setja fram þrívíð raflagnamódel.
miðla upplýsingum um raflögn með framsetningu teikninga.
afla þeirra upplýsinga sem þarf til að setja fram raflagnateikningar og lýsingaplön í byggingar.
Símat sem byggir á verkefnum, skyndipróf og/eða lokapróf.