Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1506348940.11

    Bókband - Inngangur
    BÓKB1UF05(AU)
    2
    Bókband
    Bókband
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    AU
    Áfanginn gefur nemendum innsýn í hvað bókband stendur fyrir í dag, hvað felst í starfi bókbindara og hver eru helstu verkefni þeirra. Bókband er lokaverkþáttur prentverksins og nemendur kynnast ólíkum vinnslumöguleikum varðandi lokafráganginn. Verkefnin í áfanganum felast í kynningu á mismunandi vinnsluaðferðum bókbands með tilliti til véla- og tækjakosts, pappírsmeðferðar, undirstöðuatriða í skurðarvinnu, grunnatriða við vinnu við brotvélar, handbókbands og hand‐ og vélagyllingar. Kynntir eru staðlar fyrir pappírsstærðir og lögð áhersla á val á pappír miðist við fyrirhugaða notkun. Fjallað er um framleiðslu pappírs og enduvinnsluferla hans.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • starfi bókbindara.
    • vinnslustigum á verkferlum bókbands.
    • hvað bókband stendur fyrir í dag.
    • grunnverkþáttum bókbands.
    • starfssviði og starfsumhverfi innan upplýsinga‐ og fjölmiðlagreina.
    • þeim námsleiðum sem taka við að loknu grunnnámi upplýsinga‐ og fjölmiðlagreina.
    • öryggisreglum við vélavinnu.
    • hvernig bækur eru handbundnar.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • meðhöndla pappír varðandi stokkun og trefjastefnu.
    • vinna við grunnatriði skurðarvinnu.
    • vinna við einfalda brotvélavinnu.
    • vinna við einfalda handbókbandsvinnu.
    • vinna við grunnatriði hand‐ og vélagyllingar.
    • afla sér þekkingar með sjálfstæðum vinnubrögðum.
    • vinna í hóp.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna einfalda bókbandsvinnu ýmissa prentgripa.
    • velja og beita mismunandi vinnsluaðferðum í bókbandi.
    • skilja vinnsluferlið með tilliti til stafrænnar vinnslu.
    • geta valið pappírstegundir almennt í framleiðsluferlinu.
    • geta lýst gæðakerfum í bókbandi.
    • gera sér grein fyrir hvar áhugasvið hans liggur.
    • miðla þekkingu til annarra (jafningjafræðsla).
    • beita sjálfstæðum vinnubrögð við þekkingarleit.
    Símat.