Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1506349067.41

    Ljósmyndun - Inngangur
    LJÓS2UF05(AU)
    9
    ljósmyndun
    Ljósmyndun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    AU
    Í áfanganum læra nemendur að beita myndavélinni með því að taka myndir við margvíslegar aðstæður. Áhersla er lögð á grundvallarskilning á ljósmyndun sem tækni; áhrifamátt skapandi myndbyggingar og ekki síst mikilvægi ljósmyndunar í lífi okkar og samfélagi. Skoðuð er merking, innihald og túlkun mynda. Fjallað er um þörfina á ólíkum vinnubrögðum eftir myndefni og aðstæðum. Nemendur vinna stafrænar myndir á einfaldan hátt í RGB litarými. Nemendur þjálfa sig í gagnrýni á eigin myndir og annarra auk verka úr ljósmyndasögunni með tilliti til inntaks og mynduppbyggingar. Áhersla er lögð á að nýta sér tölvutæknina í myndrýni og umræðum. Farið er í ljós- og litafræði, upplausn mynda og gæði tengd ljósmyndun. Í lok áfangans eiga nemendur að vera færir um að hafa stjórn á myndavélinni og geta beitt henni á skapandi hátt við ljósmyndun og hafa grunnþekkingu á myndvinnsluforritum.
    HÖNN1UF05AU MYNV1UF05AU
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • myndatökum.
    • ólíkum möguleikum á frágangi.
    • fjölbreytileika ljósmyndunar.
    • myndvinnslumöguleikum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota stafræna DSLR myndavél.
    • vinna grunnlagfæringar í myndforritum.
    • fjalla um ljósmyndir.
    • rýna í ljósmyndir.
    • mynda við ólíkar aðstæður.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka betri myndir.
    • vinna myndir á fjölbreyttan máta.
    • gagnrýna ljósmyndir.
    Símat.