Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1506369602.41

    Bókfærsla
    BÓKF3FS05
    1
    bókfærsla
    Fyrningar, afföll, slit fyrirtækja, stofnun
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Gert er ráð fyrir að nemendur sem hefja nám í þessum áfanga hafi fullt vald á bókhaldshringrásinni, geti hafið bókhald og lokað því samkvæmt reglum tvíhliða bókhalds. Þessi kunnátta er dýpkuð verulega meðal annars með erfiðari færslum. Farið yfir bókun á helstu reikningum fyrirtækja; notkun fyrningareikninga við afskriftir eigna, bókun hluta- og skuldabréfa og notkun affallareiknings. Einnig er farið yfir bókanir sem varða innflutning; tollafgreiðslu, greiðslu virðisaukaskatts í tolli, kostnað og fyrirkomulag við geymslu á vörum í tollvörugeymslu. Uppgjörsfærslum er haldið áfram í gegnum reikningsjöfnuð. Farið er yfir bókanir í sambandi við stofnun og slit fyrirtækja, breytingar á réttarformi, samruna og fjárhagsleg endurskipulagningu fyrirtækja.
    BÓKF2BF05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu innflutningsskjölum vegna tollafgreiðslu og greiðslu virðisaukaskatts í tolli
    • lögum um toll og virðisaukaskatt af innflutningi
    • færslum vegna innflutnings á vöru
    • gengisbreytingum vegna erlendra viðskiptaskulda og/eða viðskiptakrafna
    • kostnaði og fyrirkomulagi við geymslu á vöru í tollvörugeymslu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • reikna og bóka verðbætur, vexti og afborganir af óverðtryggðum og verðtryggðum skuldabréfum
    • reikna og bóka færslur sem tengjast hlutabréfaeign, arði, gengisbreytingum, jöfnunarhlutabréfum o.s.frv.
    • bóka færslur sem varða stofnun og slit félaga
    • bóka færslur sem varða breytingu á réttarformi fyrirtækja, samruna og fjárhagslega endurskipulagningu þeirra
    • meðhöndla mismunandi virðisaukaskattsþrep í bókhaldi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • hefja bókhald með hliðsjón af fyrirliggjandi efnahagsreikningi eða stofnun fyrirtækis
    • leysa af hendi lagfæringar í bókhaldi með hliðsjón af athugasemdum
    • setja upp einfaldan rekstrar- og efnahagsreikning í lok reikningstímabils að teknu tilliti til athugasemda og lokafærslna
    • færa tvíhliða bókhald fyrir lítinn og einfaldan atvinnurekstur
    Fjölbreytt námsmat, sem byggist á verkefnaskilum, hlutaprófum og vinnubókum.