Í áfanganum er áhersla lögð á mikilvægi vinnulags í námi og í því sambandi fjallað um námstækni og skipulag varðandi markmið í námi. Nemendur vinna að gerð bæði langtíma- og skammtímamarkmiða. Fjallað verður um sjálfsmynd og mikilvægi sjálfsþekkingar. Áhersla er lögð á fræðslu um heilbrigðan lífsstíl, námsörðugleika og þrautseigju. Fjallað verður sérstaklega um ýmsar raskanir, s.s. leshamlanir og athyglisvanda, sem geta haft áhrif á nám og sjálfsmynd.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
góðum vinnubrögðum og mikilvægi námstækni og markmiðssetningar
tengslum sjálfsþekkingar og náms- og starfsvals
eigin styrkleikum og veikleikum
áhrifaþáttum sjálfsmyndar.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
rýna í eigin sjálfsmynd og meta eigin stöðu
beita árangursríkum vinnubrögðum í námi og setja sér raunhæf markmið
taka ábyrgð á sjálfum sér í námi
nýta styrkleika sína í námi.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
greina og meta sjálfan sig á raunhæfan hátt og setja sér markmið með tilliti til áhugasviðs, styrkleika og veikleika
nýta hagnýtar aðferðir til að vinna gegn truflandi einkennum eigin raskana (ef við á)
nota árangursríka námstækni, stjórna einbeitingu, beita mismunandi minnisaðferðum, skipuleggja og undirbúa próflestur, glósutækni, lestrartækni og tímastjórnun
bæta ákvarðanatöku í daglegu lífi
leita sér upplýsinga er snerta hans daglega líf
ljúka skilgreindu námi.
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá