Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1506511683.31

    Framsetning, ljós og litafræði
    MYNV2UX05(BU)
    4
    Myndvinnsla
    Myndvinnsla - Grafísk miðl.
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    BU
    Í áfanganum er fjallað um eðli ljóss og hvernig litir myndast í sjónkerfi mannsins. Fjallað er um litskynjunina, um þriggjalita fræðina (Trichromacy) og hvernig hún skýrir litsjón augans og þær aðferðir sem nýttar eru í litmyndun, bæði í ljósmyndum, tölvum og í prentun. Einnig er fjallað um samlæga og frádræga litablöndun og hvernig þessar tvær aðferðir eru notaðar í ljósmyndun og prentun. Fjallað er um ólík litlíkön, hvar og hvernig þau eru notuð, um tækisháð og tækisóháð litlíkön, litmælingar og litstýringu og hvernig litir eru skilgreindir, metnir og mældir með hjálp litlíkana. Í áfanganum er ennfremur fjallað um hvernig myndir verða til á ljósmyndafilmum og hvernig rafrænir ljósnemar vinna. Lögð er áhersla á að skýra hvernig hin ýmsu tæki sem notuð eru í grafískum iðnaði og ljósmyndun birta og nema liti, hvernig mismunandi litrými (gamuts) sem þessi tæki vinna með skila mismunandi litáferð og hver munurinn er á þeim og mannlegri sjón.
    MYNV1UF045U
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • eiginleikum og eðli ljóss og lita.
    • hvernig litskynjun augans er háttað.
    • samlægri og frádrægri litablöndun.
    • hvernig unnið er með liti í tölvum, ljósmyndun og prentun.
    • mismunandi litakerfum (litlíkönum), RGB, CMYK, HSB, Lab.
    • eðlislægum mun á litbirtingu hinna ýmsu miðla.
    • litmælingum og litstýringu.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilgreina litskynjun augans.
    • skilgreina frádræga og samlæga litablöndun.
    • skilgreina muninn á litbirtingu á tölvuskjá og á pappír.
    • vinna með litgögn í tölvum.
    • flytja litgögn milli ólíkra litakerfa í tölvum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta litamun milli tölvuskjáa og mynda á pappír.
    • búa til og vinna með litgögn fyrir hina ýmsu miðla sem notaðir eru í grafískum iðnaði og ljósmyndun.
    • flytja litgögn milli ólíkra miðla.
    • útskýra og ræða um litabreytingar milli ólíkra miðla.
    • nota prófíla og litstýringar til að minnka litfrávik.
    Símat.