Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1506516394.69

  Fjallgöngur - Löng ganga
  LÍKA2DG01
  2
  líkamsrækt
  Fjallgöngur - Löng ganga.
  Samþykkt af skóla
  2
  1
  : Í þessum áfanga kynnast nemendur því að fara út að ganga í náttúrunni, njóta hennar og sigrast á sjálfum sér. Lögð er áhersla á að byggja upp gönguþrek og úthald. Nemendur fræðast um hagnýta hluti sem tengjast gönguferðum og fjallgöngum og upplifi íslenska náttúru í góðum félagsskap. Nemendur fræðist um náttúruna og læri að bera virðingu fyrir henni. Lögð er áhersla á að fræða nemendur um mikilvægi þess að vera í góðu líkamlegu og andlegu formi, um útbúnað, fyrstu hjálp, mataræði og ferðaáætlun. Markmið námsins er að hafa uppbyggjandi áhrif á líkamlega heilsu, andlega og félagslega líðan. Áfanginn byggist á því að styrkja sjálfsmynd nemanda og auka vellíðan hans með fjallgöngum.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Gildi útivistar og hreyfingar fyrir heilsu og vellíðan með því að byggja markvisst upp gönguþrek og úthald.
  • Mikilvægi góðs undirbúnings fyrir gönguferðir á fjöllum sem og almennum búnaði og öryggistækjum.
  • Verkefnum sem snúa að skipulagningu og undirbúningi fyrir fjallagöngu hvað varðar búnað og pökkun í bakpoka.
  • Grunnþekkingu á þeim svæðum sem gengin eru (veðráttu, landafræði, jarðfræði og sögu þeirra áfangastaða sem valdir eru).
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Að undirbúa sig fyrir lengri gönguferðir hvað varðar viðeigandi útbúnað og nesti.
  • Að þekkja náttúru á völdum gönguleiðum, t.d. hvað varðar gróður, dýralíf og jarðsögu.
  • Að útbúa sig eftir aðstæðum hverju sinni nota helstu öryggistæki og útbúnað til fjallaferða og í lengri göngum.
  • Að fara í fjallgöngur eða í skipulagðar lengri gönguferðir með ferðafélagi, einn eða með fjölskyldu og vinum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Að fara í skipulagðar gönguferðir með ferðafélagi og kunna að lesa á göngukort og velja sér leiðir út frá því.
  • Að meta og ákveða hvaða búnað þarf til ferðarinnar og safna saman upplýsingum, taka myndir og búa til minningar um ferðalagið.
  • Að geta miðlað þekkingu sinni um heilsusamleg áhrif útivistar og fjallamennsku til annarra á jákvæðan hátt.
  • Að vera meðvitaður um umhverfi sitt og læra að njóta þess
  Þátttaka og mæting í göngu gildir 100%