Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1506516716.23

    Lýðheilsa - líkamsrækt, hópíþróttir og kynheilbrigði
    LÝÐH1LK05
    30
    lýðheilsa
    Líkamsrækt og kynheilbrigði
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Lögð er áhersla á líkamsrækt í tækjasal og hópíþróttir. Unnið verður með styrk, úthald og heilsueflingu. Markmiðið er að nemendur geti sjálfir stundað íþróttir sér til ánægju og heilsubótar. Spjaldtölvur eða snjallsímar eru mikilvæg hjálpargögn. Einnig verður lögð áhersla á kynheilbrigði og kynfræðslu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • gildi hreyfingar
    • uppbyggingu líkamsræktartíma
    • tækjum í tækjasal
    • líkamsþroska einstaklings
    • • mikilvægi kynheilbrigðis
    • • mikilvægi þess að tjá eigin skoðanir
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota snjalltæki til að skipuleggja æfingatíma
    • gera fjölbreyttar æfingar
    • taka tillit til annarra
    • fylgja fyrirmælum og reglum
    • þekkja eigin líkama
    • skoða eigið viðhorf til kynlífs
    • þekkja sjúkdómseinkenni sem tengjast einkasvæðum einstaklingsins
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • velja leiðir til heilsueflingar
    • bera ábyrgð á skipulagi og framkvæmd eigin líkamsræktar
    • sýna ábyrga hegðun í kynlífi
    • leita sér aðstoðar vegna óeðlilegra breytinga á líkamanum
    • átta sig á að kynlíf er heilbrigt og fylgir ákveðnum reglum
    Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá