Lýðheilsa - líkamsrækt, hópíþróttir og heilbrigður lífsstíll
LÝÐH1LL05
31
lýðheilsa
Líkamsrækt og lífsstíll
Samþykkt af skóla
1
5
Lögð er áhersla á líkamsrækt í tækjasal og hópíþróttir. Unnið verður með styrk, úthald og heilsueflingu. Markmiðið er að nemendur geti sjálfir stundað íþróttir sér til ánægju og heilsubótar. Spjaldtölvur eða snjallsímar eru mikilvæg hjálpargögn. Einnig verður lögð áhersla á heilbrigðan lífsstíl. Unnið verður með þætti sem auka færni nemandans í að taka ábyrgð á eigin líkama og líferni.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
gildi hreyfingar
uppbyggingu líkamsræktartíma
tækjum í tækjasal
gildi hópíþrótta
heilbrigðum lífsstíl
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota snjalltæki til að skipuleggja æfingatíma
gera fjölbreyttar æfingar
taka tillit til annarra
fylgja fyrirmælum og reglum
þekkja hollar lífsvenjur og næringu
þekkja skaðsemi vímuefna
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
velja leiðir til heilsueflingar
bera ábyrgð á skipulagi og framkvæmd eigin líkamsræktar
• velja heilbrigðan lífsstíl
gera sér grein fyrir skaðsemi vímuefna
Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá