líkamsrækt, hópíþróttir, líkamshirða og skyndihjálp
LÝÐH1LS05
32
lýðheilsa
Líkamsrækt og skyndihjálp
Samþykkt af skóla
1
5
Lögð er áhersla á líkamsrækt í tækjasal og hópíþróttir. Unnið verður með styrk, úthald og heilsueflingu. Markmiðið er að nemendur geti sjálfir stundað íþróttir sér til ánægju og heilsubótar. Spjaldtölvur eða snjallsímar eru mikilvæg hjálpargögn. Einnig er lögð áhersla á líkamshirðu einstaklingsins sem og grunnatriði skyndihjálpar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
gildi hreyfingar
uppbyggingu líkamsræktartíma
tækjum í tækjasal
gildi hópíþrótta
líkamshirðu og mikilvægi hennar í daglegu lífi
grundvallaratriðum skyndihjálpar
réttum viðbrögðum við áverkaeinkennum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota snjalltæki til að skipuleggja æfingatíma
gera fjölbreyttar æfingar
taka tillit til annarra
fylgja fyrirmælum og reglum
þekkja helstu þætti er varða líkamshirðu
bregðast á viðeigandi hátt við bráðatilfellum
búa um sár
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
velja leiðir til heilsueflingar
bera ábyrgð á skipulagi og framkvæmd eigin líkamsræktar
sinna eigin hreinlæti
sýna rétt viðbrögð við bráðatilfellum
Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá