Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1506526405.68

    Nettækni og miðlun
    NETV2RE05(AV)
    1
    nettækni og miðlun
    bilanaleit, staðarnet, uppsetningar, víðnet
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    AV
    Fjallað er um uppbyggingu og virkni staðarneta (LAN) , víðneta ( WAN ) og rauntímaneta með uppsetningu, viðhald og þjónustu í huga. Farið er nákvæmlega í OSI-módelið og unnin verkefni með hjálp ýmissa netgreiningaforrita ásamt því að kennd og æfð er sú tækni sem notuð er við bilanaleit á staðar og víðnetum. Æfðar eru uppsetningar á netbúnaði, netþjónustum, netkortum, kapallögnum, svissum og beinum og hvernig villur í uppsetningum lýsa sér ásamt lausn þeirra með hjálp netgreiningaforrita. Lögð er áhersla á net og margmiðlunarþjónustur heimila og minni fyrirtækja. Í lok þessa áfanga þekkir nemandinn uppbyggingu og virkni þessara neta, ásamt því að kunna skil á þeim búnaði sem notaður er við bilanaleit á netum og helstu aðferðum við bilanaleit.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • LAN netum og WAN netum
    • rauntímaneti
    • hugbúnaði til greiningar á netumferð
    • samskiptareglum og netþjónustum
    • netkerfum heimili og minni fyrirtækja
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina netkerfi með þar til gerðum verkfærum og hugbúnaði
    • setja upp netbúnað með kortum, lögnum, svissum og beinum.
    • setja upp einfalt CAN netkerfi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • þróa og setja upp lítið staðarkerfi (LAN)
    • setja upp (WAN) kerfi
    • þróa og setja upp rauntíma netkerfi
    • beita hugbúnaði til bilanagreiningar
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.