Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1506527769.75

  Smíði og hönnun rafeindarása
  SMÍV3RE05(CV)
  1
  smíði og hönnun rafeindarása
  DIN skinnu, eðlisfræði íhluta, hermiforrit, rafeindarásir
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  CV
  Nemendur þjálfast í öguðum vinnubrögðum og læra um mikilvægi vandaðrar vinnu og vandaðs frágangs. Nemendur fá þjálfun í smíði rafeindabúnaðar sem styður sveinsprófsáfangana FJSV og MEKV. Nemendur smíða rafeindatæki samkvæmt forskrift kennara sem síðar fer til mats hjá sveinsprófsnefnd.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mikilvægi vandaðrar hönnunar
  • þáttum sem spila inn í hönnun rása s.s. hitasveiflum, raka, iðustraumum, span og rýmdaráhrifum rása, utanaðkomandi truflunum, truflunum frá búnaði útávið.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vanda frágang rafeindarása með tilliti til hita, raka og utanaðkomandi truflana
  • meta þörf á hlífum í takt við IP staðal um raka og rykþol
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • hanna og smíða rás og vélbúnað sem tekur við stýrimerkjum frá tölvu.
  • smíða fjarskiptabúnað til afmarkaðra nota með kassa og utanáliggjandi stillingum.
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.