Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1506528184.14

  Stýritækni og forritun
  STTV3RE05(CV)
  1
  stýritækni og forritun
  forritunarmál, hugbúnaðargerð, sjálfvirkni, stýringar, þróunarumhverfi
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  CV
  Áfanganum lýkur með sveinsprófi. Nemandinn fær tilsögn og þjálfun í skipulögðum vinnubrögðum við úrlausn stærri og flóknari verkefna. Nemandinn fær viðamikið verkefni sem er að skrifa forrit fyrir stjórntölvu sem stýrir búnaði í stærra samhengi. Til dæmis iðnaðarvélbúnaði svo sem vörulyftum, færiböndum og flokkurum eða öðrum búnaði sem ýmist vinnur sér eða er tengdur saman yfir samskiptabraut, þráðlaust eða yfir internetið. Þessi áfangi er unnin samhliða sveinsprófsáfanga í Mekatronik. Sveinsprófsverkefnið felur í sér til viðbótar við forritunina, smíði nauðsynlegs vélbúnaðar og gerð ýtarlegrar lýsingar á búnaðinum.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • forritun á framleiðslulínum
  • margskonar skynjurum og vélbúnaði
  • virkni vélarama og færibanda
  • interneti hlutanna
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • forrita framleiðslulínur
  • setja upp analog skynjara
  • segja upp Digital skynjara
  • tengja skynjara og drif við tölvu
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • þróa vinnslulínu með völdum skynjurum og drifum
  • setja upp flóknari framleiðslulínur
  • forrita framleiðslulínur
  • þróa og setja upp sérhæfðan samsettan stýribúnað eftir kröfulýsingu
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.