Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1506591808.82

  fjölmiðlar, fréttabréf og skapandi skrif
  ÍSLE1FS05
  89
  íslenska
  Fjölmiðlar og skapandi skrif
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Í áfanganum er lögð áhersla á að skoða og fjalla um mismunandi fjölmiðla. Sérstök áhersla er lögð á fjölmiðla og fréttabréf í nærumhverfi. Nemendur útbúa verkefni sem innihalda m.a. fræðsluefni, kennslumyndbönd, fréttatengd efni og afþreyingarefni. Fjölbreyttar nálganir og sköpun verður virkjuð. Nemendur nýta sér hljóðbækur og talgervla við námið.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu tegundum fjölmiðla
  • hvaða hlutverki fjölmiðlar gegna í samfélaginu
  • helstu fjölmiðlum í nærumhverfi
  • mikilvægi þess að afla heimilda
  • hugtakinu tjáningarfrelsi
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nota mismunandi fjölmiðla
  • taka þátt í umræðum
  • tjá eigin skoðanir
  • afla heimilda við verkefnavinnu
  • fjalla um og miðla upplýsingum á skipulagðan hátt
  • nota talgervil, hljóðbækur og aðra tækni við námið
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • nýta sér upplýsingar frá fjölmiðlum í daglegu lífi
  • tjá sig um málefni sem koma fram í fjölmiðlum
  • nýta sér talgervla og önnur hjálpartæki við lestur fjölmiðla
  Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá