Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1506593718.87

  Íslenska - Íslendingasögur og kjörbók
  ÍSLE1KJ05
  91
  íslenska
  Íslendingasögur og kjörbók
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Í áfanganum er lögð áhersla á lestur og umfjöllun Íslendingasagna. Nemendur rýna í texta og skilgreina hugtök. Þeir velja sér einnig kjörbók til yndislestrar. Lögð verður áhersla á sjálfstæð vinnubrögð auk samvinnu nemenda. Fjölbreyttar nálganir og sköpun verður virkjuð. Nemendur nýta sér hljóðbækur og talgervla við námið.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • varðveislu Íslendingasagna
  • aðstæðum fólks á tímum Íslendingasagna
  • innihaldi og söguþræði umfjöllunarefnisins
  • mikilvægi lestrar í daglegu lífi
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita þekkingu sinni í umræðu um efni áfangans
  • njóta yndislestrar
  • nota talgervil, hljóðbækur og aðra tækni við námið
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • greina innihald og söguþráð
  • gera sér grein fyrir þeim breytingum sem hafa orðið á lífskjörum fólks frá landnámi
  • nota bækur sér til yndislestrar
  • nýta þá tækni sem auðveldar námið
  Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá