Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1506594565.96

  Íslenska - þjóðsögur, ævintýri og ljóð
  ÍSLE1ÞS05
  92
  íslenska
  ævintýri og ljóð, þjóðsögur
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Í áfanganum er lögð áhersla á þjóðsögur, ævintýri og ljóðagerð. Nemendur rýna í texta og vinna með málskilning og skapandi skrif. Lesnar verða nokkrar sögur og ævintýri og unnið með uppbyggingu þeirra. Nemendur kynnast ljóðagerð og semja sín eigin. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð auk samvinnu nemenda. Fjölbreyttar nálganir og sköpun verður virkjuð. Nemendur nýta sér hljóðbækur og talgervla við námið.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • uppbyggingu þjóðsagna og ævintýra
  • þjóðsögum í nærumhverfi sínu
  • varðveislu þjóðsagna
  • mismunandi
  • mismunandi ljóðagerð
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita þekkingu sinni til að semja ævintýri
  • miðla þekkingu sinni á þjóðsögum í nærumhverfi
  • semja eigin ljóð
  • nota talgervil, hljóðbækur og aðra tækni við námið
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið
  • taka þátt í málefnalegum umræðum í tengslum við námsefnið
  • nýta þá tækni sem auðveldar námið
  Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá