Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur kynnist fjölbreyttum störfum og inntaki þeirra. Nemendur fara í starfsnám innan skólans, fá fræðslu um mismunandi starfsgreinar og fara auk þess í vettvangsferðir á mismunandi vinnustaði.
STAR1SK05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi þjálfunar og undirbúnings áður en farið er út á vinnumarkað
þeim reglum og kröfum sem tilheyra ákveðnum störfum
fjölbreyttum vinnustöðum
hættum í starfsumhverfi
félagslegum samskiptum á vinnustað
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita fjölbreyttu verklagi og vinna eftir skipulagi
sækja sér upplýsingar um vinnustaði í nærumhverfi
kynna sér mismunandi starfsgreinar
eiga í félagslegum samskiptum í vettvangsferðum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna ákveðin störf sjálfstætt eða eftir leiðsögn
átta sig á mismunandi kröfum sem liggja að baki ólíkra starfa
setja fram óskir um starfsgrein í vinnustaðanámi
eiga í jákvæðum félagslegum samskiptum
Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá