Í áfanganum er lögð áhersla á atvinnuþátttöku nemenda ásamt fræðslu um ferli atvinnuleitar. Nemendur fara vikulega í starfsnám á sama vinnustað alla önnina.
STAR1SO05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
atvinnumöguleikum í nærsamfélagi
atriðum sem ber að hafa í huga við starfsval
viðkomandi starfi
ferli atvinnuleitar
mikilvægi þess að eiga jákvæð félagsleg samskipti
mikilvægi þess að taka þátt í atvinnulífi að skóla loknum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
velja sér starf við hæfi
fylgja skráðum og óskráðum reglum á vinnustað
vinna sjálfstætt
útbúa ferilskrá
sækja um atvinnu
eiga í jákvæðum samskiptum á vinnustað
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
taka þátt í atvinnulífinu
sækja um atvinnu
eiga í jákvæðum samskiptum
Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá