Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1506600074.24

    Stærðfræði daglegs lífs 1 - tölur og talnagildi
    STÆR1SI05
    82
    stærðfræði
    Stærðfræði 1 á starfsbraut
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur nýti sér stærðfræði í daglegu lífi. Unnið verður með tölur, talnagildi og hugtökin meira, minna og jafnt. Einnig verður unnið með reikniaðgerðirnar samlagningu og frádrátt. Fjölbreyttar leiðir verða nýttar við kennsluna og viðeigandi verkfæri notuð.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • tölum og gildi þeirra
    • hugtökunum meira, minna og jafnt
    • reikniaðgerðunum samlagningu og frádrátt
    • viðeigandi verkfærum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • telja
    • beita hugtökunum meira, minna og jafnt
    • leggja saman og draga frá
    • nota viðeigandi verkfæri
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera sér grein fyrir gildi talna
    • telja rétt
    • nota viðeigandi verkfæri á réttan hátt
    • nýta hugtökin meira, minna og jafnt í daglegu lífi
    Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá