Stærðfræði daglegs lífs 2 - peningar, tími, spil og þrautir
STÆR1SJ05
83
stærðfræði
Stærðfræði 2 á starfsbraut
Samþykkt af skóla
1
5
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur nýti sér stærðfræði í daglegu lífi. Unnið verður með peninga, tímahugtök, spil og þrautir. Fjölbreyttar leiðir verða nýttar við kennsluna og viðeigandi verkfæri notuð.
STÆR1SI05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
heiti peninga
verðgildi peninga
vikudögum og mánuðum
heilum og hálfum tíma
spilum í spilastokki
ýmsum spilum og þrautum
viðeigandi verkfærum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
þekkja peninga
leggja saman peninga
þekkja vikudaga og mánuði
nota dagatal
lesa af klukku
fylgja spilareglum
leysa einfaldar þrautir
nota viðeigandi verkfæri
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nota peninga á réttan hátt
gera sér grein fyrir því hvernig tímanum líður
nýta sér spil og þrautir til afþreyingar
Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá