Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur þjálfist í meðferð peninga. Unnið verður með verðgildi, peninga og mismunandi greiðslumáta. Fjölbreyttar leiðir verða nýttar við kennsluna og viðeigandi verkfæri notuð.
STÆR1SO05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
verðgildi peninga
verðgildi ýmissa hluta
mismunandi greiðslumáta
viðeigandi verkfærum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skoða verðgildi hluta
bera saman verðgildi hluta
telja saman rétta upphæð
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
gera sér grein fyrir verðgildi peninga
velja hagkvæmari kost
gera sér grein fyrir mismunandi greiðslumáta
nota viðeigandi verkfæri á réttan hátt
Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá