Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1506603402.27

    Fjármálalæsi - peningar, heimilisbókhald, tekjur og útgjöld
    STÆR1EF05
    80
    stærðfræði
    Eigin fjármál, fjármálalæsi
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur þjálfist í meðferð peninga. Farið verður í almenna fjármálafræðslu, heimilisbókhald og helstu útgjöld í lífi ungs fólks. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að nemendur haldi utan um og verði meðvitaðir um eigin fjármál.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi þess að hafa yfirsýn yfir eigin fjármál
    • að stundum þurfi að forgangsraða í fjármálum
    • hvernig nýta má greiðslukort
    • mismunandi greiðslumáta
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • færa heimilisbókhald
    • setja sér markmið í fjármálum
    • nota greiðslukort
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • hafa yfirsýn yfir eigin fjármál
    • halda heimilisbókhald
    • vera ábyrgur í fjármálum
    Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá