Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1506603986.3

    Stærðfræði - myndrit, miðsækni, jöfnur, ummál, flatarmál og rúmmál
    STÆR1FR05
    79
    stærðfræði
    Flatarmáls- og rúmmálsfræði
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er unnið með útreikninga og stærðfræðileg hugtök. Farið er í myndrit, miðsækni, jöfnur, flatarmáls- og rúmmálsfræði. Nemendur nýta sér viðeigandi verkfæri við námið.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • framsetningu gagna á myndrænu formi
    • hugtökunum meðaltal, miðgildi og tíðasta gildi
    • fyrstu stigum í jöfnureikningi
    • hugtökunum ummál, flatarmál og rúmmál
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina og lesa mismunandi myndrit
    • reikna miðsækni
    • leysa einfaldar jöfnur
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa myndrænar upplýsingar
    • leysa einfaldar jöfnur
    • nýta hugtökin ummál, flatarmál og rúmmál
    Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá