Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur nýti sér stærðfræði í daglegu lífi. Unnið verður með prósentureikning þar sem lögð er áhersla á að nemendur tileinki sér grunnaðferðir prósentureiknings og tengsl við verðlag. Fjölbreyttar kennsluaðferðir. Nemendur nýta sér vasareikna við námið.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
undirstöðuatriðum prósentureiknings
hugtökum prósentureiknings
áhrif prósentubreytinga á verðlag
hvernig vasareiknir nýtist
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
reikna hluta, heild og prósentu
beita rökhugsun við lausn verkefna
reikna verð eftir prósentubreytingar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
sýna skilning á hugtökum verðbreytinga
meta áhrif prósentubreytinga
nýta við innkaup
Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá