Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1506606917.98

  Átthagafræði A
  ÁTTF1XA04
  1
  Átthagafræði
  átthagafræði
  Samþykkt af skóla
  1
  4
  Fjallað verður um Suðurland með áherslu á Árnes- og Rangárvallasýslu. Lykilþættir átthagafræðinnar eru náttúra, landhættir, saga og menning. Mikilvægt er að nemendur þekki sögu héraðsins frá fornu fari en ekki síður að þeir kynnist samfélagi nútímans og þeim möguleikum sem héraðið hefur, sé litið til framtíðar. Lögð er áhersla á að nemendur upplifi nærsamfélagið með jákvæðum samskiptum og samstarfi við t.d. einstaklinga, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • sveitarfélögum í héraði, s.s. íbúafjölda, helstu staði, stofnanir, söfn, fyrirtæki og félagasamtök
  • sögu, náttúrufari og menningu héraðsins
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • afla sér fjölbreyttra upplýsinga í ýmsum miðlum um nærumhverfi sitt
  • vinna sjálfstætt og með öðrum
  • ræða um nærumhverfi sitt af umburðarlyndi og virðingu fyrir sjónarmiðum annarra
  • koma fram fyrir hóp og kynna verkefni sín
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • kunna skil á helstu náttúruperlum héraðsins
  • geta kynnt áhugaverða staði í héraði frammi fyrir hópnum
  • geta sagt frá einum atburði í sögu héraðsins
  • geta kynnt helstu stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök í héraði
  Áfanginn er án lokaprófs. Mikið er lagt upp úr þátttöku í umræðum og virkni í tímum. Virkni og verkefnavinna eru metin til einkunnar; einkunnagjöf er staðist/fallið auk umsagnar. Góð mæting og stundvísi, vinnusemi og vandvirkni eru forsendur þess að góður árangur náist.