Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1506606932.78

    Enskar bækur og kvikmyndir
    ENSK1BK05
    54
    enska
    Bækur og kvikmyndir
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur þjálfist í grunnþáttum tungumálsins, þ.e. lestur, tal og hlustun, með það fyrir augum að auka skilning og byggja upp orðaforða. Nemendur lesa nokkrar bækur og eftir lestur hverrar bókar er horft á kvikmynd um sama efni með ensku tali og texta. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð auk samvinnu nemenda. Fjölbreyttar nálganir og sköpun verður virkjuð.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orðaforða sem tengjist viðkomandi sögum
    • innihaldi viðkomandi sagna
    • tengslum kvikmynda og skáldsagna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita þekkingu sinni til að ræða innihald texta
    • geta tjáð sig á ensku um viðkomandi efni
    • nota talgervil, hljóðbækur og aðra tækni við námið
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nota enskar bækur sér til yndislestrar
    • átta sig á merkingu texta
    • taka þátt í umræðum á ensku um viðkomandi efni
    Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá