Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1506607928.95

    Enska B
    ENSK1XB04
    60
    enska
    Málskilningur, lestur, ritun
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    Markmið áfangans er að viðhalda og byggja ofan á kunnáttu og færni sem nemendur hafa. Áhersla er lögð á færni nemenda í upplýsingaöflun sem nýtist í daglegu lífi. Unnið er með hlustunarefni, lesefni, myndefni og tónlist af margvíslegu tagi. Skriflegar æfingar eru gerðar við hæfi hvers og eins. Mikil áhersla er lögð á að nemendur nýti sér alla tiltæka námstækni svo sem rafrænar orðabækur, talgerfla, hljóðbækur og fjölbreytt margmiðlunarefni.
    ENSK1XA04
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • algengum orðum og orðasamböndum í töluðu og rituðu máli
    • notkun margmiðlunarefnis og rafrænum kennslutækjum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er skýrt og áheyrilega
    • lesa ýmiss konar texta á eigin áhugasviði eða texta um kunnugleg efni
    • skrifa samfelldan texta um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á
    • tjá sig munnlega og/eða skriflega um málefni sem hann hefur kynnt sér
    • nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja einfalt daglegt mál, fjölmiðlaefni og annað efni við hæfi
    • fylgjast með frásögnum og erindum og ná aðalatriðum úr fjöl- og myndmiðlum ef efnið er kunnuglegt og geta dregið ályktanir af því
    • afla sér upplýsinga á netinu eða í fjölmiðlum til notkunar í daglegu lífi
    • lesa sér til ánægju og þroska og geti tjáð skoðun sína á lesnu efni
    • miðla eigin þekkingu, skoðunum og tilfinningum sem og persónulegri reynslu, vonum og væntingum
    • skrifa um ímyndaða og raunverulega atburði, aðstæður og áhugamál
    Námsmatið er einstaklingsmiðað, s.s. leiðsagnarmat, jafningjamat og sjálfsmat. Regluleg endurgjöf er frá kennara á vinnuframlag nemenda hvað varðar verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mætingu og ástundun. Einnig er lokapróf.