Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1506608160.03

    Enska C
    ENSK1XC04
    59
    enska
    Málskilningur, lestur, ritun og tal
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    Markmið áfangans er að nemendur kynnist enskumælandi löndum, mannlífi, menningu, tónlist, kvikmyndum, náttúrufari og helstu atvinnuháttum. Unnið er með mannlíf og menningu, náttúrufar og atvinnuhætti á fjölbreyttan, skapandi og hagnýtan hátt. Áhersla er lögð á færni nemenda til að vera sjálfbjarga við raunverulegar aðstæður á erlendri grundu. Mikil áhersla er lögð á að nemendur nýti sér alla tiltæka námstækni svo sem rafrænar orðabækur, talgerfla, hljóðbækur og fjölbreytt margmiðlunarefni.
    ENSK1XB04
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ólíkum menningarsvæðum, mannlífi og daglegum aðstæðum
    • málnotkun í daglegum aðstæðum í völdum enskumælandi löndum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja einfalt mál sem talað er með mismunandi framburði og við mismunandi aðstæður
    • skilja algengustu orð og orðasambönd sem notuð eru við daglegar aðstæður
    • skrifa samfelldan texta um efni sem hann hefur kynnt sér og tengist markmiðum áfangans
    • tjá sig munnlega um málefni sem hann hefur kynnt sér
    • nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi sínu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • átta sig á helstu menningarsvæðum þar sem enska er notuð sem móðurmál
    •  skilja ólík viðhorf og gildi og hvernig þau móta menningu í helstu enskumælandi löndum
    •  skilja ólík viðhorf og gildi og hvernig þau móta menningu í helstu enskumælandi löndum
    • nota tungumálið til að gera sig skiljanlegan, bæði munnlega og skriflega
    • afla sér upplýsinga á netinu eða fjölmiðlum í tengslum við ólík menningarsvæði
    • miðla eigin þekkingu og skoðunum munnlega og/eða skriflega
    Námsmatið er einstaklingsmiðað, s.s. leiðsagnarmat, jafningjamat og sjálfsmat. Regluleg endurgjöf er frá kennara á vinnuframlag nemenda hvað varðar verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mætingu og ástundun. Einnig er lokapróf.