Í áfanganum er lögð áhersla á að fræða nemendur um Akranes, sérkenni bæjarins, þjónustu og helstu íþrótta- og tómstundarúrræði. Nemendur þjálfast í að nota almenningssamgöngur.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
myndun þéttbýlis
helstu kennileitum bæjarins
sérkenni bæjarins
helstu þjónustu- og menntastofnunum bæjarins
því íþrótta- og tómstundastarfi sem í boði er
mikilvægi þess að þekkja til sögu bæjarins
almenningssamgöngum í bænum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota bæjarmiðla
þekkja helstu sérkenni Akraness og nærumhverfis
nota almenningssamgöngur innanbæjar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
taka þátt í umræðum um Akranes
nýta sér skipulagt íþróttastarf og þær tómstundir sem eru í boði
sýna frumkvæði í að sækja viðburði
nýta sér almenningssamgöngur í nærumhverfi
Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá